QupZilla continues development as Falkon browser. There will be no more QupZilla releases.
Netvafri
SÆKJA 2.2.6

Útlit og hegðun eins og í stýrikerfi

QupZilla notar innbyggða viðmótshluta í öllum helstu Linux skjáborðsumhverfum. Einnig eru notaðar táknmyndir úr virku táknmyndaþema. Ef þér finnst innbyggðu þemun eitthvað óspennandi eða átt í vandamálum vegna þeirra, er ekkert mál að skipta yfir í önnur þemu.

Sameinað aðgerðasafn

QupZilla sameinar bókamerki, feril og RSS-lesara í einn vel skipulagðan glugga. Ekki fleiri gluggar að þvælast fyrir, QupZilla nægir aðeins einn!
Með innbyggða RSS-lesaranum geturðu fylgst með í beinni öllu því sem gerist á eftirlætisvefjunum þínum. QupZilla getur einnig flutt inn bókamerki frá öðrum vöfrum.

Innbyggt AdBlock

Ertu leiður á vefsvæðum sem full eru af auglýsingum? Eru auglýsingar að éta upp alla bandbreiddina þína og tímann þinn? Það eina sem þú þarft að gera í QupZilla er að uppfæra einfalda EasyList listann eða bæta við þínum eigin reglum svo þú getir vafrað án þess að vera truflaður af þessari pest.

Hraðval

Þessi vinsæla viðbót er núna tiltæk fyrir alla notendur QupZilla! Nú geturðu opnað eftirlætissíðurnar þínar eins hratt og þig lystir með því einu að opna nýjan flipa. Óþarft ætti að vera að taka það fram að þetta styður draga-sleppa og smámyndir af síðum.

Fréttir af þróun

Styrkja til að hjálpa við hugbúnaðargerðina