QupZilla continues development as Falkon browser. There will be no more QupZilla releases.

Um QupZilla

QupZilla er nýr og mjög hraðvirkur vafri með QtWebEngine. Markmið hans er að vera léttur í vinnslu og virka á öllum helstu stýrikerfum. Upphaflega byrjaði þetta sem kennsluverkefni. En síðan hefur QupZilla vaxið upp í að verða traustur vafri með fjölbreytta eiginleika.

QupZilla er með alla staðlaða eiginleika sem búast má við af nútímalegum vafra. Þar má telja bókamerki, yfirlit yfir feril (bæði á hliðarspjaldi) og flipa. Að auki kemur QupZilla sjálfgefið með innbyggða AdBlock-viðbót til að loka á auglýsingar.

Sagan

Allra fyrsta útgáfan af QupZilla var gefin út í desember árið 2010 og var hún skrifuð í Python með PyQt4 bindingum. Eftir nokkrar útgáfur var QupZilla endurskrifað frá grunni í C++ með Qt Framework kerfinu. Windows-útgáfan af QupZilla var þá vistþýdd með MingW, en sökum vandamála með Flash er hún núna vistþýdd með Microsoft Visual C++ Compiler 2008. Fyrsta almenna opinbera útgáfan var 1.0.0-b4.

Fram að útgáfu 2.0, notaðist QupZilla við QtWebKit. QtWebKit er núna úrelt og nota nýrri útgáfur QtWebEngine.

Hver býr til QupZilla?

David Rosca (nowrep)
Eigandi verkefnisins og aðalhönnuður
Nemandi við Tékkneska Tækniháskólann
IRC: nowrep (irc.freenode.net)
E-mail: nowrep at gmail dot com
Jabber/XMPP: nowrep at jabbim dot cz

Auk þess að skrifa kóða, eru aðrir að útbúa þýðingar eða styðja við QupZilla verkefnið á annan hátt. Heildarlista með framlögum má sjá hér [á github].
Einnig geturðu skráð þig á IRC-rásina #qupzilla á irc.freenode.net til að spjalla við fólkið sem kemur við sögu í QupZilla verkefninu.